Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:31 Saddiq Bey átti magnaðan leik með Detroit Pistons liðinu í nótt. AP/Phelan M. Ebenhack Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili. Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022 NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022
NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira