Samhliða ávarpinu birti hann myndefni sem sýnir eyðilegginguna og harmleikinn vegna innrásar Rússa og segir heiminn hafa snúið bakinu við Rússlandi vegna hennar.
Schwarzenegger beindi orðum sínum einnig að rússneskum hermönnum og sagði ráðamenn vera að fórna þeim í glórulausu stríði. Hann talaði einnig til Vladimírs Pútín, forseta, og bað hann um að binda enda á átökin.
„Úkraína hóf ekki þetta stríð, það gerðu ekki þjóðernissinnar eða nasistar heldur,“ sagði Schwarzenegger. Hann sagði yfirvöld í Rússlandi hafa logið að þjóðinni og að þúsundir hefðu dáið í innrásinni.
Vísaði hann einnig til þess að um ellefu milljónir Rússa tengjast Úkraínu einhverskonar fjölskylduböndum og sagði að með hverri byssukúlu væru rússneskir hermenn að skjóta bróður eða systur.
Hið tilfinningaþrungna ávarp má sjá hér að neðan.
I love the Russian people. That is why I have to tell you the truth. Please watch and share. pic.twitter.com/6gyVRhgpFV
— Arnold (@Schwarzenegger) March 17, 2022