Vaktin: Krefjast uppgjafar Maríupól Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. mars 2022 16:30 Eyðileggingin í Maríupól er gríðarleg. Stringer/Anadolu Agency via Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Ísraels í dag þar sem hann líkti innrás Rússa við helförina og sagði markmið Pútíns að gera útaf við úkraínsku þjóðina og menningu hennar. Frans páfi fór hörðum orðum um ástandið í Úkraínu og færdæmdi stríðið þar sem „glórulaust blóðbað“ án þess þó að nefna Rússland. Rússar eru sagðir hafa sótt fram gegn Úkraínumönnum í Maríupól þar sem harðir bardagar hafa geysað. Borgin er mjög mikilvæg Rússum og fall hennar gæti gert þeim kleift að mynda landbrú milli Krímskaga og Donetsk og Luhansk. Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að umsátrið um Maríupól myndi rata í sögubækurnar sem stríðsglæpur. Viðræður við Rússa þyrftu engu að síður að eiga sér stað, þrátt fyrir að þær væru hvorki auðveldar né ánægjulegar. Annars staðar í Úkraínu eru sóknir Rússa sagðar hafa verið stöðvaðar að mestu. Að minnsta kosti 20 nýfædd börn fædd af staðgöngumæðrum bíða þess í kjallara í Kænugarði að vera sótt af erlendum foreldrum sínum. Algjör óvissa ríkir um framtíð þeirra. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa stöðvað lest af hópferðabifreiðum sem voru á leið til Maríupól til að aka íbúum á brott. Fregnir herma að bifreiðunum hafi verið snúið við. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir tímann munu leiða í ljós að staðhæfingar Kínverja um að vera „réttum megin við söguna“ séu sannar. Kínverjar hafa harmað ástandið í Úkraínu en ekki gengið svo langt að kenna Rússum um. Borgarstjóri Maríupól segir þúsundir Úkraínumanna á flótta hafa verið neydda til Rússland, þar sem þeir hafi verið sendir áfram til afskekktra borga í landinu. Rússar hafa hótað því að draga alla sem ekki yfirgefa Maríupól á morgun fyrir herdómstól. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira