Sigurinn þýðir að Minnesota er komið ennþá nær hinu mikilvæga sjötta sæti sem gefur beinan rétt á sæti í úrstliakeppninni án þess að fara í umspil en liðið er komið upp a hlið Denver Nuggets.
Lánleysi Los Angeles Lakers hélt áfram þegar liðið heimsótti Washington Wizards í höfuðborg Bandaríkjanna. Heimamenn í Wizards sigruðu 127-119. Lettinn Kristaps Porzingis skoraði 27 stig fyrir Wizards en kóngurinn sjálfur, Lebron James skoraði 27 stig fyrir Lakers sem eru sem stendur í umspilssæti.
Í Charlotte unnu heimamenn í Hornets fínan sigur á Dallas Mavericks, 129-108. Mikilvægur sigur fyrir Hornets í baráttunni um umspilið í austurdeildinni. Miles Bridges skoraði 23 stig fyrir Hornets en Luka Doncic skoraði 37 fyrir Dallas.
Cleveland Cavaliers unnu góðan heimasigur á Detroit Pistons, 113-109. Cavaliers eru í harðri baráttu um efstu sex sætin í austurdeildinni og var sigurinn því mjög mikilvægur en lítið er eftir af tímabilinu. Darius Garland hélt áfram að fara á kostum í liði Cavs en hann skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar. Jerami Grant átti stórleik fyrir Pistons og skoraði 40 stig.