Körfubolti

LeBron James orðinn næst stigahæstur í sögunni

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Lebron James
Lebron James EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, varð í nótt sá leikmaður í deildinni sem hefur skorað næst flest stig í sögu deildarinnar en hann tók fram úr Karl Malone í nótt.

James, sem hefur nú skorað 36947 stig, tók fram úr Malone í leik Lakers gegn Washington Wizards í nótt. Lakers tapaði leiknum 127-119 en James lagði sitt af mörkum með 38 stigum. Enn er þónokkuð í land fyrir James að ná þeim sem er í efsta sæti á stigalistanum, Kareem Abdul Jabbar, en hann skoraði 38387 stig á löngum NBA ferli.

James, sem kom inn í NBA deildina 19 ára gamall árið 2003, hefur heldur betur staðið undir þeim ótrúlegu væntingum sem voru gerðar til hans við komuna í deildina. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji spila með syni sínum, sem gæti komið inn í deildina á næsta ári. Það má því teljast líklegt að James endi ferilinn í efsta sæti stigalistans ef hann meiðist ekki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×