Vaktin: Segjast hafa sannanir fyrir stríðsglæpum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. mars 2022 06:33 John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, gagnrýndi framgöngu Rússa á blaðamannafundi í dag. Að sögn hans eru bandarísk yfirvöld nú að aðstoða við að safna sönnunargögnum um stríðsglæpi þeirra og stendur rannsókn yfir. AP Photo/Manuel Balce Ceneta „Það er ekki til umræðu að gefast upp, að leggja niður vopn. Við höfum þegar greint Rússum frá þessu. Í stað þess að eyða tíma í átta blaðsíðna bréfasendingar, opnið bara leið úr borginni.“ Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað. Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku. Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað. Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku. Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira