Framtíð okkar í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun