Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 11:01 Spá Watling hljómar eins og hrollvekja; saga um her sem fer frá borg til borgar og sveltir íbúa til undirgefni. AP/Rodrigo Abd Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira