Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2022 13:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar. Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01
Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53