Vaktin: Von á hertum refsiaðgerðum síðar í vikunni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. mars 2022 14:00 Evrópusambandið og NATO koma til með að funda í vikunni um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu en von er á hertum refsiaðgerðum gegn Rússum. Mótmælendur söfnuðust saman í Brussel í dag og viðhöfðu mínútu þögn fyrir þau sem hafa fallið frá því að innrásin hófst. AP/Geert Vanden Wijngaert Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn hafa náð tökum á mikilvægu úthverfi Kænugarðs sem gerir Rússum mun erfiðara að umkringja höfuðborgina. Úkraínski herinn segir að birgðir rússneska innrásarhersins, þar á meðal matur og skotfæri, muni aðeins duga í um þrjá daga í viðbót. Þá séu olíubirgðir þeirra einnig á þrotum. Selenskí segir að án þess að ræða beint við Pútín sé ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað þarf til að Rússar láti af hernaðarátökum í landinu. Úkraínska þjóðin muni fyrr sæta algjörri eyðileggingu af hálfu Rússa en að gefast upp. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir augljós merki uppi um að Rússar íhugi að nota efnavopn í Úkraínu og hefur jafnframt varað við netárásum. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa óyggjandi sönnunargögn fyrir stríðsglæpum Rússa. Talsmaður Pútíns útilokar ekki að kjarnorkuvopnum verði beitt. Sendiráð Rússlands í Bandaríkjunum hefur hafnað ásökunum Úkraínumanna um að flóttafólk frá Maríupól hafi verið flutt til Rússlands gegn vilja sínum. Það segir rússneska herinn þvert á móti aðstoða fólk og sjá því fyrir mat og lyfjum. Selenskí segir borgina í rústum og kallar eftir aðgerðum. Bandaríkjaforseti mun ásamt leiðtogum annarra G7 ríkja tilkynna hertar refsiaðgerðir gegn Rússum en fulltrúar Evrópusambandsins og NATO funda í Brussel í vikunni. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira