Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2022 11:59 Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra hans varð forseti. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim. Dæmi eru um að listamenn og fjölmiðlafólk hafi gagnrýnt innrásina og örfáir auðjöfrar sömuleiðis. Meðal ráðandi afla í Rússlandi er þó lítið um mótbárur gegn Pútín, tæpum mánuði eftir að innrásin hófst. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar. Þar er haft eftir Tatiönu Stanovaya, sem rekur greiningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í málefnum Rússlands, að þó margir séu mótfallnir innrásinni og telji hana mistök séu fáir tilbúnir að grípa til aðgerða til að reyna að binda enda á hana. „Fólk er í áfalli og margir segja þetta mistök. Enginn er hins vegar tilbúinn til að grípa til aðgerða. Allir eru að einbeita sér að eigin hag," sagði Stanovaya um pólitíska elítu Rússlands. Vilja ganga harðar fram Embættismenn í Vesturlöndum sem fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki hafa sést um nokkurskonar undiröldu gegn Pútín. Helsta sjáanlega gagnrýnin í Rússlandi komi frá hægri öflum sem gagnrýna að Rússar séu að halda að sér höndum í Úkraínu. Rússar hafa setið um heilu borgirnar í Úkraínu og gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á þær, með tilheyrandi eyðileggingu og mannfalli meðal almennra borgara. Stjórnarandstaða lítil sem engin Fjölmiðlar í Rússland fylgja langflestir skipunum frá Kreml og pólitísk stjórnarandstaða er lítil sem engin. Þingflokkar Rússlands dansa allir eftir tónlistinni frá Pútín. „Það er ekkert óvænt að við höfum ekki séð nein ummerki deilna meðal ráðamanna í Rússlandi,“ sagði einn sérfræðingur við AFP sem heitir Ben Noble. „Vladimír Pútin hefur byggt upp kerfi þar sem hann er umkringdur hliðhollum mönnum sem deila sýn hans á heiminn um að Vesturlönd séu að reyna að eyða Rússlandi, eða mönnum sem eru of hræddir til að gera skoðun sína opinbera.“ Alexei Navalní, helsti pólitíski andstæðingur Pútíns, situr í fangelsi eftir að reynt var að myrða hann með sama taugaeitri og notað var gegn fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Navalní var sakfelldur fyrir frekari brot nú í morgun og er útlit fyrir að hann verði í fangelsi í þó nokkur ár. Í hart gegn meintum svikurum Í ávarpi þann 16. mars var Pútín myrkur í máli gagnvart fólki sem hann titlaði sem svikara. Hann sagði Vesturlönd ætla að reiða sig á slíka svikara til að veikja Rússland. Ríkið væri þó vel í stakk búið til að finna þá. „Rússneska þjóðin mun ávallt geta greint sanna föðurlandsvini frá úrhrökum og svikurum og hreinlega spýta þeim út úr sér eins og flugu sem flýgur óvart upp í munn þeirra, hrækja þeim á götuna,“ sagði Pútín í ávarpinu. Hann bætti við að hann væri sannfærður um að þessi „náttúrulega og nauðsynlega hreinsun“ myndi styrkja rússneska ríkið. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Vaktin: Íbúi í Maríupól segir börn deyja vegna ofþornunar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. 22. mars 2022 14:00 Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30 Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21. mars 2022 14:24 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Dæmi eru um að listamenn og fjölmiðlafólk hafi gagnrýnt innrásina og örfáir auðjöfrar sömuleiðis. Meðal ráðandi afla í Rússlandi er þó lítið um mótbárur gegn Pútín, tæpum mánuði eftir að innrásin hófst. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar. Þar er haft eftir Tatiönu Stanovaya, sem rekur greiningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í málefnum Rússlands, að þó margir séu mótfallnir innrásinni og telji hana mistök séu fáir tilbúnir að grípa til aðgerða til að reyna að binda enda á hana. „Fólk er í áfalli og margir segja þetta mistök. Enginn er hins vegar tilbúinn til að grípa til aðgerða. Allir eru að einbeita sér að eigin hag," sagði Stanovaya um pólitíska elítu Rússlands. Vilja ganga harðar fram Embættismenn í Vesturlöndum sem fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki hafa sést um nokkurskonar undiröldu gegn Pútín. Helsta sjáanlega gagnrýnin í Rússlandi komi frá hægri öflum sem gagnrýna að Rússar séu að halda að sér höndum í Úkraínu. Rússar hafa setið um heilu borgirnar í Úkraínu og gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á þær, með tilheyrandi eyðileggingu og mannfalli meðal almennra borgara. Stjórnarandstaða lítil sem engin Fjölmiðlar í Rússland fylgja langflestir skipunum frá Kreml og pólitísk stjórnarandstaða er lítil sem engin. Þingflokkar Rússlands dansa allir eftir tónlistinni frá Pútín. „Það er ekkert óvænt að við höfum ekki séð nein ummerki deilna meðal ráðamanna í Rússlandi,“ sagði einn sérfræðingur við AFP sem heitir Ben Noble. „Vladimír Pútin hefur byggt upp kerfi þar sem hann er umkringdur hliðhollum mönnum sem deila sýn hans á heiminn um að Vesturlönd séu að reyna að eyða Rússlandi, eða mönnum sem eru of hræddir til að gera skoðun sína opinbera.“ Alexei Navalní, helsti pólitíski andstæðingur Pútíns, situr í fangelsi eftir að reynt var að myrða hann með sama taugaeitri og notað var gegn fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Navalní var sakfelldur fyrir frekari brot nú í morgun og er útlit fyrir að hann verði í fangelsi í þó nokkur ár. Í hart gegn meintum svikurum Í ávarpi þann 16. mars var Pútín myrkur í máli gagnvart fólki sem hann titlaði sem svikara. Hann sagði Vesturlönd ætla að reiða sig á slíka svikara til að veikja Rússland. Ríkið væri þó vel í stakk búið til að finna þá. „Rússneska þjóðin mun ávallt geta greint sanna föðurlandsvini frá úrhrökum og svikurum og hreinlega spýta þeim út úr sér eins og flugu sem flýgur óvart upp í munn þeirra, hrækja þeim á götuna,“ sagði Pútín í ávarpinu. Hann bætti við að hann væri sannfærður um að þessi „náttúrulega og nauðsynlega hreinsun“ myndi styrkja rússneska ríkið.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Vaktin: Íbúi í Maríupól segir börn deyja vegna ofþornunar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. 22. mars 2022 14:00 Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30 Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21. mars 2022 14:24 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Vaktin: Íbúi í Maríupól segir börn deyja vegna ofþornunar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. 22. mars 2022 14:00
Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30
Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21. mars 2022 14:24
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01