Vaktin: Kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim á morgun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 23. mars 2022 15:10 Svo virðist sem að dregið hafi úr sókn rússneskra hersveita í Kænugarð en heimamenn hafa barist gegn hersveitunum af krafti undanfarnar vikur. AP/Rodrigo Abd Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun en forseti Úkraínu kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira