Aftur til fortíðar? Skortur og raðir í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2022 08:58 Íbúar í Sankti Pétursborg bíða í röð eftir því að geta keypt dósamat og nauðsynjar þegar rúblan féll árið 1998. epa/Anatoly Maltsev Refsiaðgerðir bandamanna gegn Rússum eru farnar að bitna á almennum borgurum, sem þurfa nú að greiða töluvert meira fyrir innfluttan varning en áður, ekki síst vegna gengislækkunar rúblunnar. Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira