Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. mars 2022 14:25 Úkraínskir hermenn í Odessa búa sig undir átök. AP/Petros Giannakouris Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira