„Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2022 14:05 Jens Stoltenberg á blaðamannafundi í dag. AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Meðal annars ætti að hjálpa Úkraínumönnum að verjast tölvuárásum og mögulegum efnavopna- eða kjarnorkuvopnaárásum. Hann varaði Rússa við því að beita slíkum vopnum og sagði að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu,“ sagði Stoltenberg meðal annars. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í dag eftir leiðtogafund. Hann sagði að innrás Rússa í Úkraínu væri stærsta ógnin sem núlifandi kynslóðir hefðu staðið frammi fyrir. Úkraínumenn væru að berjast fyrir frelsi sínu og NATO stæði við bakið á þeim. Stoltenberg sagði innrásina hafa breytt þeim raunveruleika sem bandalagið stæði frammi fyrir til lengri tíma. NATO's Jens Stoltenberg says president Putin's invasion of Ukraine has changed NATO's "security environment for the long term", adding allies have seen credible and concerning reports of the use of Russian military force against civilians.Latest: https://t.co/WUfIUC76js pic.twitter.com/tIjfimZpOv— Sky News (@SkyNews) March 24, 2022 Þá sagði Stoltenberg að beita ætti Rússa frekari refsiaðgerðum og gera stríðsreksturinn dýran fyrir Rússa. Stoltenberg sagði einnig að farið yrði nánar út í framkvæmd margra þeirra áætlana sem samþykktar voru á fundinum á öðrum og umfangsmeiri leiðtogafundi í Madríd í júní. Leiðtogar NATO samþykktu að stofna fjórar nýjar herdeildir í Austur-Evrópu. Þeim verður komið fyrir í Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu og Ungverjalandi. Það er til viðbótar við þá fjörutíu þúsund hermenn sem eru fyrir í þeim hluta heimsálfunnar. Þá fordæmdu leiðtogarnir innrásina harðlega og kölluðu eftir því að Rússar hörfuðu frá Úkraínu. Það kom fram í yfirlýsingu frá leiðtogunum. Þar lýsa leiðtogarnir einnig yfir áhyggjum af því að ráðamenn í Kína hafi tekið undir lygar Rússa um Úkraínu og kalla eftir því að Kínverjar beiti áhrifum sínum á Rússa í þágu friðar og styðji ekki við bakið á Vladimír Pútin, forseta Rússlands, varðandi stríðið í Úkraínu. Stoltenberg sagði að þetta myndi allt kosta peninga og leiðtogarnir hefðu samþykkt að verja meiru til varnarmála. Bað um skriðdreka og þotur Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundinum gegnum fjarfundarbúnað. Þar bað hann ekki um flugbann eins og hann hefur gert áður, heldur skriðdreka, orrustþotur og önnur hergögn. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ hafa fjölmiðlar ytra eftir Selenskí. „Úkraína vildi aldrei þetta stríð og við viljum ekki berjast í mörg ár. Við viljum bara bjarga fólkinu okkar. Við viljum bara fá að lifa. Að lifa! Eins og hver önnur þjóð. Við höfum rétt á því. Rétt til að lifa. Rétt á þessu eina prósenti,“ hefur Sky News eftir Selenskí. Spurður út í þetta eftir fundinn sagði Stoltenberg að NATO hefðu aðstoðað Úkraínu með margvísum hætti. Með vopnum til að granda skriðdrekum, skjóta niður flugvélar og ýmislegu öðru. NATO hefur einnig aðstoðað Úkraínu með upplýsingum og öðrum leiðum. CNN hefur eftir ráðamönnum í Bandaríkjunum að ríkisstjórn Joes Biden sé enn mótfallinn því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Þá er verið að skoða það að útvega Úkraínumönnum eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum. NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. 24. mars 2022 13:35 Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. 24. mars 2022 11:43 Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. 24. mars 2022 11:26 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Meðal annars ætti að hjálpa Úkraínumönnum að verjast tölvuárásum og mögulegum efnavopna- eða kjarnorkuvopnaárásum. Hann varaði Rússa við því að beita slíkum vopnum og sagði að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu,“ sagði Stoltenberg meðal annars. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í dag eftir leiðtogafund. Hann sagði að innrás Rússa í Úkraínu væri stærsta ógnin sem núlifandi kynslóðir hefðu staðið frammi fyrir. Úkraínumenn væru að berjast fyrir frelsi sínu og NATO stæði við bakið á þeim. Stoltenberg sagði innrásina hafa breytt þeim raunveruleika sem bandalagið stæði frammi fyrir til lengri tíma. NATO's Jens Stoltenberg says president Putin's invasion of Ukraine has changed NATO's "security environment for the long term", adding allies have seen credible and concerning reports of the use of Russian military force against civilians.Latest: https://t.co/WUfIUC76js pic.twitter.com/tIjfimZpOv— Sky News (@SkyNews) March 24, 2022 Þá sagði Stoltenberg að beita ætti Rússa frekari refsiaðgerðum og gera stríðsreksturinn dýran fyrir Rússa. Stoltenberg sagði einnig að farið yrði nánar út í framkvæmd margra þeirra áætlana sem samþykktar voru á fundinum á öðrum og umfangsmeiri leiðtogafundi í Madríd í júní. Leiðtogar NATO samþykktu að stofna fjórar nýjar herdeildir í Austur-Evrópu. Þeim verður komið fyrir í Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu og Ungverjalandi. Það er til viðbótar við þá fjörutíu þúsund hermenn sem eru fyrir í þeim hluta heimsálfunnar. Þá fordæmdu leiðtogarnir innrásina harðlega og kölluðu eftir því að Rússar hörfuðu frá Úkraínu. Það kom fram í yfirlýsingu frá leiðtogunum. Þar lýsa leiðtogarnir einnig yfir áhyggjum af því að ráðamenn í Kína hafi tekið undir lygar Rússa um Úkraínu og kalla eftir því að Kínverjar beiti áhrifum sínum á Rússa í þágu friðar og styðji ekki við bakið á Vladimír Pútin, forseta Rússlands, varðandi stríðið í Úkraínu. Stoltenberg sagði að þetta myndi allt kosta peninga og leiðtogarnir hefðu samþykkt að verja meiru til varnarmála. Bað um skriðdreka og þotur Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundinum gegnum fjarfundarbúnað. Þar bað hann ekki um flugbann eins og hann hefur gert áður, heldur skriðdreka, orrustþotur og önnur hergögn. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ hafa fjölmiðlar ytra eftir Selenskí. „Úkraína vildi aldrei þetta stríð og við viljum ekki berjast í mörg ár. Við viljum bara bjarga fólkinu okkar. Við viljum bara fá að lifa. Að lifa! Eins og hver önnur þjóð. Við höfum rétt á því. Rétt til að lifa. Rétt á þessu eina prósenti,“ hefur Sky News eftir Selenskí. Spurður út í þetta eftir fundinn sagði Stoltenberg að NATO hefðu aðstoðað Úkraínu með margvísum hætti. Með vopnum til að granda skriðdrekum, skjóta niður flugvélar og ýmislegu öðru. NATO hefur einnig aðstoðað Úkraínu með upplýsingum og öðrum leiðum. CNN hefur eftir ráðamönnum í Bandaríkjunum að ríkisstjórn Joes Biden sé enn mótfallinn því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Þá er verið að skoða það að útvega Úkraínumönnum eldflaugar sem hannaðar eru til að sökkva skipum.
NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. 24. mars 2022 13:35 Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. 24. mars 2022 11:43 Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. 24. mars 2022 11:26 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. 24. mars 2022 13:35
Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. 24. mars 2022 11:43
Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. 24. mars 2022 11:26
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31