Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 23:31 Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna. Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna. Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna.
Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07
Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52