Síðan á laugardag hafa yfir tvö þúsund jarðskjálftar mælst, með styrkleika á bilinu 1,6-3,3 á richterskalanum, á eldfjallaeyjunni Sao Jorge en þar búa tæplega níu þúsund manns.
Jarðskjálftarnir hafa ekki valdið neinum skemmdum en stór skjálfti varð á Asóreyjum árið 1980 og þá létust 61 og yfir 400 slösuðust. Íbúar hjúkrunarheimila og sjúklingar á sjúkrahúsum í bænum Velas, þar sem líklegt er að áhrif mögulegs eldgoss yrðu mikil, hafa verið fluttir til Calheta hinum megin á eyjunni.
Fram kom í máli bæjarstjóra Velas í gær að aðrir íbúar yrðu ekki fluttir til Calheta nema nauðsyn krefði.
