Stríð gegn alþjóðlegu samstarfi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. mars 2022 11:00 Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurlandaráð Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun