Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2022 07:20 Frá Karkív. Myndin er ekki af kjarnakljúfnum sem fjallað er um í fréttinni. MARCUS YAM / LOS ANGELES TIMES via Getty Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira