Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 12:32 Rússar hafa verið sakaðir um að beita efnavopnum í Austur-Úkraínu. AP Photo/Nariman El-Mofty Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01
Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56