Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 08:01 Jayson Tatum og Taurean Prince fylgjast með skoti Tatums í gærkvöld í sigri Boston Celtics á Minnesota Timberwolves. Getty/Kathryn Riley Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira