Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 11:54 Rússneskir hermenn á ferðinni í Volnovakha. Getty/Sefa Karacan Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01