Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 23:31 Frá Mikolaiv í Úkraínu, þar sem loftárásir hafa verið gerðar að undanförnu. AP Photo/Petros Giannakouris Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira