Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 30. mars 2022 16:25 Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni á myndinni hér að neðan eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn. Flugher Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira