Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2022 11:40 Úkraínskur hermaður við rússneskan skriðdreka sem búið er að eyðileggja. AP/Vadim Ghirda Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. Yfirlýst markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu voru að afvopna úkraínska herinn, losa landið undan oki nasismans og verja íbúa landsins af rússnesku bergi brotið fyrir ofsóknum stjórnvalda í Úkraínu og jafnvel þjóðarmorði á þeim. Engu að síður hafa þeir haldið uppi stöðugum loftárásum þar sem helmingur eða stór hluti íbúanna er af rússneskum ættum eins og í Kharkiv og Mariupol. Í gær tilkynntu Rússar að þeir ætluðu að slaka á árásum sínum á höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donetsk og Luhansk í Donbashéraði þar sem stríðið hefur í raun staðið yfir frá árinu 2014. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að taka þessi orð trúanleg. Rúmlega tíu milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Rússa í Úkraínu og tæplega fjórar milljónir hafa flúið landið. Hér fær gömul kona aðstoð á flótta frá borginni Irpin skammt frá Kænugarði.AP/Vadim Ghirda Þá hefur Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagt að hvergi verðið slakað á vörnum Kænugarðs þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa. Margt bendir til að yfirlýsingar þeirra séu yfirskyn eftir afhroð hersveita þeirra í Úkraínu og verið sé að kalla þær heim til að senda nýjar í þeirra stað. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum snéri markmiðum Rússa um afvopnun úkraínska hersins upp á þá sjálfa á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Úkraínska hernum hafi gengið vel í að afvopna Rússa frá því stríðið hófst fyrir mánuði. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði Kyslytsya. Frá upphafi innrásarinnar hafi rússneska innrásarliðið misst 17 þúsund hermenn og rúmlega 700 brynvarin ökutæki. „Þá hafa þeir misst tæplega 600 skriðdreka, rúmlega 300 stórskotakerfi, 127 flugvélar, 129 þyrlur, tæplega 100 eldflaugaskotpalla, 54 loftvarnakerfi og sjö skip,“ sagði sendiherrann. Hluta þessa búnaðar hafa Úkraínumenn getað tekið til eigin nota í stríðinu. Stríðið veldur hungursneið og hörmungum víða um heim David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir stríðið í Úkraínu valda auknum hörmungum á öðrum stöðum í heiminum.AP/Jeffrey Collins Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins en allur útflutningur á korni frá landinu hefur verið stöðvaður. David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir þetta hafa komið illa niður á matvælaaðstoð við fátæk og stríðshrjáð ríki eins og Jemen. Það hafi verið erfitt að ímynda sér að ástandið eins og það var í heiminum fyrir stríðið í Úkraínu gæti versnað. „Vegna hækkunar á verði eldsneytis, matvæla og á flutningskostnaði höfðum við þegar byrjað að minnka matarskammta til milljóna barna og fjölskyldna hér og þar íheiminum. Í Jemen til að mynda þar sem við höfðum minnkað skammtana um helming fyrir átta miljónir manna horfum við fram á að þurfa að hætta matargjöfum alveg," segir aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Jemen Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55 Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. 30. mars 2022 07:37 Vaktin: Segja innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. 30. mars 2022 06:24 Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. 29. mars 2022 23:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Yfirlýst markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu voru að afvopna úkraínska herinn, losa landið undan oki nasismans og verja íbúa landsins af rússnesku bergi brotið fyrir ofsóknum stjórnvalda í Úkraínu og jafnvel þjóðarmorði á þeim. Engu að síður hafa þeir haldið uppi stöðugum loftárásum þar sem helmingur eða stór hluti íbúanna er af rússneskum ættum eins og í Kharkiv og Mariupol. Í gær tilkynntu Rússar að þeir ætluðu að slaka á árásum sínum á höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donetsk og Luhansk í Donbashéraði þar sem stríðið hefur í raun staðið yfir frá árinu 2014. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að taka þessi orð trúanleg. Rúmlega tíu milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Rússa í Úkraínu og tæplega fjórar milljónir hafa flúið landið. Hér fær gömul kona aðstoð á flótta frá borginni Irpin skammt frá Kænugarði.AP/Vadim Ghirda Þá hefur Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagt að hvergi verðið slakað á vörnum Kænugarðs þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa. Margt bendir til að yfirlýsingar þeirra séu yfirskyn eftir afhroð hersveita þeirra í Úkraínu og verið sé að kalla þær heim til að senda nýjar í þeirra stað. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum snéri markmiðum Rússa um afvopnun úkraínska hersins upp á þá sjálfa á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Úkraínska hernum hafi gengið vel í að afvopna Rússa frá því stríðið hófst fyrir mánuði. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði Kyslytsya. Frá upphafi innrásarinnar hafi rússneska innrásarliðið misst 17 þúsund hermenn og rúmlega 700 brynvarin ökutæki. „Þá hafa þeir misst tæplega 600 skriðdreka, rúmlega 300 stórskotakerfi, 127 flugvélar, 129 þyrlur, tæplega 100 eldflaugaskotpalla, 54 loftvarnakerfi og sjö skip,“ sagði sendiherrann. Hluta þessa búnaðar hafa Úkraínumenn getað tekið til eigin nota í stríðinu. Stríðið veldur hungursneið og hörmungum víða um heim David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir stríðið í Úkraínu valda auknum hörmungum á öðrum stöðum í heiminum.AP/Jeffrey Collins Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins en allur útflutningur á korni frá landinu hefur verið stöðvaður. David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir þetta hafa komið illa niður á matvælaaðstoð við fátæk og stríðshrjáð ríki eins og Jemen. Það hafi verið erfitt að ímynda sér að ástandið eins og það var í heiminum fyrir stríðið í Úkraínu gæti versnað. „Vegna hækkunar á verði eldsneytis, matvæla og á flutningskostnaði höfðum við þegar byrjað að minnka matarskammta til milljóna barna og fjölskyldna hér og þar íheiminum. Í Jemen til að mynda þar sem við höfðum minnkað skammtana um helming fyrir átta miljónir manna horfum við fram á að þurfa að hætta matargjöfum alveg," segir aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Jemen Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55 Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. 30. mars 2022 07:37 Vaktin: Segja innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. 30. mars 2022 06:24 Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. 29. mars 2022 23:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55
Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. 30. mars 2022 07:37
Vaktin: Segja innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. 30. mars 2022 06:24
Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. 29. mars 2022 23:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent