Vaktin: Selenskí segir rússneska herinn hörfa frá norðurhluta Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. mars 2022 23:27 Vólódímír Selenskí telur að rússneski herinn muni sækja enn harðar á öðrum vígstöðum. Getty Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira