Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. apríl 2022 16:30 Leið fólksins lá frá Mariupol til Zaporizhzhia. AP Photo/Felipe Dana Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira