Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2022 13:39 Olíubirgðastöð Rússa í Belgorod skammt handan við landamærin að Úkraínu sem Rússar segja að árásarþyrlur Úkraínuhers hafi sprengt í loft upp í morgun. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45
Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16