Hvar er byggðastefnan? Hildur Þórisdóttir skrifar 2. apríl 2022 15:00 Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun