Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 3. apríl 2022 07:34 Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Varamaður hans sakar úkraínska öfgamenn um ögranir. Lev Radin/Getty Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira