Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks Atli Arason skrifar 3. apríl 2022 09:30 Kevin Durant gerði 55 stig er Brooklyn Nets tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt. Al Bello/Getty Images Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks. Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig. NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig.
NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn