Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 16:30 Fjöldagrafir við kirkju í miðbæ Bucha. AP Photo/Rodrigo Abd Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira