„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 12:12 Úr húsi sem rússneski herinn lagði undir sig. Óskar Hallgrímsson Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30