Kuleba segir Rússa undirbúa tangarsókn í Donbas í anda seinni heimsstyrjaldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 20:47 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra dró upp dökka mynd af horfum næstu daga á fundi með utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna í dag og sagði Vesturlönd ekki geta leyft sér að taka sér langan umhugsunartíma um frekari stuðning við varnir Úkraínuhers. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki hafa tíma til bollalegginga. Auki þau ekki hernaðaraðstoð sína við Úkraínu á næstu dögum verði það of seint. Rússar hafi þegar byrjað stórsókn sína í Donbas sem verði á svipaðri stærð og verstu bardagar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05