Liðsheildin hjá meisturunum skilaði sigri, magnaður Edwards og Jókerinn sá fyrsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 12:46 Magnaður. Ethan Mito/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Milwaukee Bucks unnu góðan sigur á Boston Celtics og Anthony Edwards skoraði 49 stig í sigri Minnesota Timberwolves. Bucks vann sex stiga sigur á Boston, 127-121, en liðin sitja sem stendur í 2. og 3. sæti Austurdeildar. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu báðir 29 stig í liði Bucks á meðan Khris Middleton skoraði 22 stig. Hjá Boston var var Marcus Smart stigahæstur, einnig með 29 stig. Giannis records his 45th double-double.29 PTS | 11 REB | 5 AST | 1 BLK | 2 STL pic.twitter.com/QLx6xD2S7M— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 8, 2022 Edwards sallaði niður 49 stigum er Minnesota vann San Antonio Spurs með sama mun, 127-121. Karl-Anthony Towns bætti við 21 stigi fyrir Timberwolves á meðan Keldon Johnson var stigahæstur hjá Spurs með 20 stig. Alls skoruðu átta leikmenn Spurs tíu stig eða meira í leiknum. Anthony Edwards WENT OFF for 29 points in the second half on his way to a career-high 49 points to lead the @Timberwolves to the win! #RaisedByWolves@theantedwards_: 49 PTS, 6 REB, 8 AST, 6 3PM pic.twitter.com/iZqAprQLcO— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic var með létta sýningu fyrir gesti og gangandi er Denver Nuggets vann Memphis Grizzlies örugglega 122-109. Jókerinn skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hann er nú fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 2000 stig, taka 1000 fráköst og gefa 500 stoðsendingar á einu og sama tímabilinu. Nikola Jokic became the first player in NBA History to record 2k points, 1k rebounds, and 500 assists in a season as he led the @nuggets to the win, clinching a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Jokic: 35 PTS, 16 REB, 6 AST, 4 STL pic.twitter.com/B81REGJmo3— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic receives a standing ovation in Denver after becoming the first player in NBA History with 2K points, 1K rebounds, and 500 assists in a season. pic.twitter.com/ef8YrkkMDL— NBA (@NBA) April 8, 2022 Toronto Raptors vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 119-114. Pascal Siakam stigahæstur í sigurliðinu með 37 stig. Ekki nóg með það heldur var hann með þrefalda tvennu þar sem hann gaf 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. James Harden skoraði aðeins 13 stig en gaf 15 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 33 stig er Golden State Warriors vann Los Angeles Lakers 128-112. @KlayThompson splashed 6 three-pointers on his way to 33 points and the @warriors win! #DubNation33 PTS | 4 REB | 4 AST | 6 3PM pic.twitter.com/Z2wAjxW8Xl— NBA (@NBA) April 8, 2022 Segja má að það hafi vantað allar helstur stjörnurnar á völlinn en Stríðsmennirnir voru án Stephen Curry á meðan Lakers var án LeBron James, Anthony Davis, Carmelo Anthony og Russell Westbrook. Talen Horton-Tucker skoraði 40 stig fyrir Lakers og Malik Monk 24. Charlotte Hornets vann 27 stiga sigur á Orlando Magic, 128-101. Þá vann New Orleans Pelicans einkar öruggan sigur á Portland Trail Blazers, 127-94. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Bucks vann sex stiga sigur á Boston, 127-121, en liðin sitja sem stendur í 2. og 3. sæti Austurdeildar. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu báðir 29 stig í liði Bucks á meðan Khris Middleton skoraði 22 stig. Hjá Boston var var Marcus Smart stigahæstur, einnig með 29 stig. Giannis records his 45th double-double.29 PTS | 11 REB | 5 AST | 1 BLK | 2 STL pic.twitter.com/QLx6xD2S7M— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 8, 2022 Edwards sallaði niður 49 stigum er Minnesota vann San Antonio Spurs með sama mun, 127-121. Karl-Anthony Towns bætti við 21 stigi fyrir Timberwolves á meðan Keldon Johnson var stigahæstur hjá Spurs með 20 stig. Alls skoruðu átta leikmenn Spurs tíu stig eða meira í leiknum. Anthony Edwards WENT OFF for 29 points in the second half on his way to a career-high 49 points to lead the @Timberwolves to the win! #RaisedByWolves@theantedwards_: 49 PTS, 6 REB, 8 AST, 6 3PM pic.twitter.com/iZqAprQLcO— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic var með létta sýningu fyrir gesti og gangandi er Denver Nuggets vann Memphis Grizzlies örugglega 122-109. Jókerinn skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hann er nú fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 2000 stig, taka 1000 fráköst og gefa 500 stoðsendingar á einu og sama tímabilinu. Nikola Jokic became the first player in NBA History to record 2k points, 1k rebounds, and 500 assists in a season as he led the @nuggets to the win, clinching a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Jokic: 35 PTS, 16 REB, 6 AST, 4 STL pic.twitter.com/B81REGJmo3— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic receives a standing ovation in Denver after becoming the first player in NBA History with 2K points, 1K rebounds, and 500 assists in a season. pic.twitter.com/ef8YrkkMDL— NBA (@NBA) April 8, 2022 Toronto Raptors vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 119-114. Pascal Siakam stigahæstur í sigurliðinu með 37 stig. Ekki nóg með það heldur var hann með þrefalda tvennu þar sem hann gaf 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. James Harden skoraði aðeins 13 stig en gaf 15 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 33 stig er Golden State Warriors vann Los Angeles Lakers 128-112. @KlayThompson splashed 6 three-pointers on his way to 33 points and the @warriors win! #DubNation33 PTS | 4 REB | 4 AST | 6 3PM pic.twitter.com/Z2wAjxW8Xl— NBA (@NBA) April 8, 2022 Segja má að það hafi vantað allar helstur stjörnurnar á völlinn en Stríðsmennirnir voru án Stephen Curry á meðan Lakers var án LeBron James, Anthony Davis, Carmelo Anthony og Russell Westbrook. Talen Horton-Tucker skoraði 40 stig fyrir Lakers og Malik Monk 24. Charlotte Hornets vann 27 stiga sigur á Orlando Magic, 128-101. Þá vann New Orleans Pelicans einkar öruggan sigur á Portland Trail Blazers, 127-94. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira