Vaktin: „Sannleikurinn mun sigra“ Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. apríl 2022 22:34 Forseti Úkraínu segir að rússneskur áróður muni ekki sigra. Anadolu Agency via Getty Image Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld. Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira