Óaðfinnanlegur Kyrie skaut Nets í úrslitakeppnina | Minnesota fór á flug í fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 07:31 Kyrie Irving var frábær í nótt. Sarah Stier/Getty Images Tveir leikir í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt. Kyrie Irving var frábær í 115-108 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. Þá komst Minnesota Timberwolves loks í úrslitakeppnina eftir 109-104 sigur á Los Angeles Clippers. Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum