Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2022 15:01 Nadia Nadim er einum leik frá því að spila 100 A-landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Andrea Staccioli Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið. Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Nadim í ljósi þess við hvaða aðstæður verkafólk hefur búið við í Katar, í uppbyggingu fyrir HM, og vegna þess hvernig mannréttindi eru fótum troðin í landinu þar sem til að mynda er ólöglegt að vera samkynhneigður. Flóttamannaaðstoð Danmerkur tilkynnti til dæmis í síðustu viku að samstarfi við Nadim hefði verið slitið vegna starfa hennar fyrir HM í Katar. Nadim, sem sjálf kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan, var áður erindreki Flóttamannaaðstoðarinnar. Þá hafa dönsku leikmannasamtökin harmað ákvörðun hinnar 34 ára gömlu Nadim, sem í dag er leikmaður Racing Louisville í Bandaríkjunum og á að baki 99 A-landsleiki fyrir Danmörku. Danski miðillinn Ekstra Bladet fjallar um það í dag að Nadim fái svo sannarlega greitt fyrir störf sín í þágu HM í Katar. Það hafi sannast í nýrri Instagram-færslu hennar þar sem standi að um „kostað samstarf“ sé að ræða. View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) Ekstra Bladet hefur ítrekað reynt að fá svör frá Nadim um það af hverju hún kjósi að auglýsa HM í Katar, og hvað hún fái nákvæmlega greitt fyrir það, en ekki fengið nein svör.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira