Er Menntasprotinn farandgripur eða til eignar? Snorri Jónsson skrifar 22. apríl 2022 09:31 Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun