Er Menntasprotinn farandgripur eða til eignar? Snorri Jónsson skrifar 22. apríl 2022 09:31 Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun