Nets tapaði í háspennu leik gegn Celtics en leiknum lauk með eins stigs sigri síðarnefnda liðsins, lokatölur 115-114. Irving var að spila á sínum gamla heimavelli og fékk vægast sagt óblíðar móttökur frá stuðningsfólki Boston.
Irving skoraði 39 stig í von um að þagga niður í áhorfendum en hann gerði einnig sitt besta í að espa það upp. Ásamt því að gefa þeim fingurinn þá hreytti hann ókvæðisorðum upp í stúku. Hann varði hegðun sína eftir leik.
Kyrie Irving has been fined $50,000 by the NBA for flipping off Celtics fans and cussin' at them during Sunday's playoff game in Boston. https://t.co/yrPhf2nyvE
— TMZ (@TMZ) April 19, 2022
„Þetta er ekkert nýtt þegar ég kem og spila hér. Ég mun koma með sömu orku og þau. Þetta snýst ekki um áhorfendurna, þeir eru ekki að spila,“ sagði Irving eftir leik.
Hinn þrítugi Kyrie hefur nú verið sektaður um 50 þúsund Bandaríkjadali eða tæplega sex og hálfa milljón íslenskra króna fyrir hegðun sína. Mögulega notar hann það sem eldsneyti fyrir leik næturinnar en Nets þarf nauðsynlega að ná einum sigri áður en einvígið færist til Brooklyn.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.