Hífa flugvélarflakið af botni Þingvallavatns í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 09:45 Björgunaraðilar að undirbúa sig við Þingvallavatn í morgun. Vísir/Vilhelm Í dag stendur til að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Björgunarmenn undirbúa sig nú við bakka vatnsins. Flugvélin er af gerðinni Cessna 172N og var eigandi hennar Haraldur Diego. Hann lést ásamt þremur farþegum þegar flugvélin hafnaði í Þingvallavatni í byrjun febrúar. Farþegarnir voru allir erlendir ferðamenn. Ís olli björgunarmönnum ama Björgunaraðgerðir stóðu yfir í nokkra daga eftir að flugvélin fannst þann 4. febrúar síðastliðinn og var lögð áhersla á að koma líkum mannanna úr flakinu. Ís á vatninu torveldaði allar aðgerðir og því hætt var við að reyna að ná flakinu sjálfu upp fyrr en nú. Björgunarmenn við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Í færslu á heimasíðu lögreglunnar frá því á miðvikudaginn segir að gert hafi verið ráð fyrir því að aðgerðir hefjist með sjósetningu og prófunum á tækjabúnaði klukkan níu í morgun. „Setja þarf upp tjaldbúðir með aðstöðu fyrir björgunarmenn, öryggisbúnaður vegna köfunar. Einnig verður Björninn fjarskiptabíll Landsbjargar á vettvangi til að tryggja fjarskipti. Auk þessa eru prammar sem nýttir verða sem aðstaða úti á vatninu og einnig til að hífa flugvéla af botni Þingvallavatns og færa að landi,“ segir í tilkynningunni. Allt yfirflug loftfara um svæðið er bannað og tók það bann gildi klukkan átta í morgun. Banninu líkur þegar aðgerðum er lokið. Björgunarmaður við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn að ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Flugvélin er af gerðinni Cessna 172N og var eigandi hennar Haraldur Diego. Hann lést ásamt þremur farþegum þegar flugvélin hafnaði í Þingvallavatni í byrjun febrúar. Farþegarnir voru allir erlendir ferðamenn. Ís olli björgunarmönnum ama Björgunaraðgerðir stóðu yfir í nokkra daga eftir að flugvélin fannst þann 4. febrúar síðastliðinn og var lögð áhersla á að koma líkum mannanna úr flakinu. Ís á vatninu torveldaði allar aðgerðir og því hætt var við að reyna að ná flakinu sjálfu upp fyrr en nú. Björgunarmenn við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Í færslu á heimasíðu lögreglunnar frá því á miðvikudaginn segir að gert hafi verið ráð fyrir því að aðgerðir hefjist með sjósetningu og prófunum á tækjabúnaði klukkan níu í morgun. „Setja þarf upp tjaldbúðir með aðstöðu fyrir björgunarmenn, öryggisbúnaður vegna köfunar. Einnig verður Björninn fjarskiptabíll Landsbjargar á vettvangi til að tryggja fjarskipti. Auk þessa eru prammar sem nýttir verða sem aðstaða úti á vatninu og einnig til að hífa flugvéla af botni Þingvallavatns og færa að landi,“ segir í tilkynningunni. Allt yfirflug loftfara um svæðið er bannað og tók það bann gildi klukkan átta í morgun. Banninu líkur þegar aðgerðum er lokið. Björgunarmaður við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn að ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14