Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:59 Áttatíu manns tókst að komast frá Mariupol í gær og segja hryllinginn þar ólýsanlegan. AP/Leo Correa Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Rússar beita nú öllum sínum hernaðarþunga að austur og suðausturhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti landsins segir þá ætla að reyna að endurtaka leikinn frá Krímskaga árið 2014 þegar þeir hafi sett á svið þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem íbúarnir samþykktu innlimun Krímskaga í Rússland. Í miðnæturávarpi sínu sagði forsetinn Rússa nú undirbúi slíka falska þjóðaratkvæðagreiðslu í héruðunum Kherson og Zaporizhia beint norður af Krím en austan þeirra eru Donetsk og Luhansk þar sem barist hefur verið allt frá árinu 2014. Volodymyr Zelenskyy segir Rússa undirbúa innlimun tveggja hérða eftir falska þjóðaratkvæðagreiðslu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ég brýni íbúa héraðanna Kherson og Zaporizhzhia til að vera sérstaklega varkára varðandi hvaða upplýsingar þið gefið innrásarhernum. Ef þeir krefjast þess að þið fyllið út einhver eyðiblöð ekki gefa upp vegabréfsnúmerin ykkar,“ sagði Zelenskyy. Forsetinn þakkaði Bandaríkjunum fyrir þann aukna stuðning sem Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá í gær upp á 800 milljónir dollara til vopnakaupa. Nauðsynlegt væri að flýta vopnaflutningum til Úkraínu þar sem árásir Rússa færðust í aukana í austur- og suðurhéruðum landsins. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu ræddu við fréttamenn í Washington í gær.AP/Jacquelyn Martin Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu er í heimsókn í Washington í Bandaríkjunum og fundaði með Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hún sagði báða flokka á Bandaríkjaþingi nú þegar hafa samþykkt mannúðar-, efnahags- og hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara, sem svarar til 1.700 milljarða íslenskra króna. „Við viljum gera meira. Biden forseti hefur boðað að hann muni óska eftir frekari stuðningi þingsins sem kemur í ljós á næstu dögum og við munum taka þær óskir fyrir strax í næstu viku,“ sagði Pelosi. Um áttatíu íbúum Mariupol tókst að komast frá borginni í gær og sögðu hryllinginn þar ólýsanlegan. Vladimir Putin hefur lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi náð borginni að fullu á sitt vald fyrir utan stáliðjuver þar sem úkraínskar hersveitir hafi verið umkringdar. Zelenskyy segir hins vegar af og frá að borgin sé á valdi Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira