Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 15:18 Ástandið í Maríupól er skelfilegt en fólk hefst við í göngum undir stálverinu Azovtal. Vísir/Skjáskot Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira