Helena Kennedy, breskur lögmaður sem er hluti af starfshóp sem rannsakar meinta stríðsglæpi í Úkraínu, segir að sönnunargögn fyrir stríðsglæpum rússneska hersveita hafi hrannast upp.
„Nauðganir eru þekkt vopn í stríði. Hér þýðir þetta ekki að yfirmenn í hernum skipi hermönnum sínum að fara út og nauðga, heldur snýst þetta um þessa þegjandi þögn sem virðist ráðandi,“ segir Kennedy.
Fregnir hafa ítrekað borist af því að rússneskir hermenn hafi nauðgað almennum borgurum í Úkraínu. Því hafa Rússar ítrekað vísað á bug.
Kennedy segir að sönnunargögn sýni að rússneskir hermenn hafi framið mjög alvarleg brot gegn almennum borgurum síðan innrásin hófst þann 24. febrúar, fyrir tveimur mánuðum síðan.
Human rights lawyer Helena Kennedy QC says Russian soldiers on the ground in Ukraine are being given "tacit permission" to commit "egregious crimes" because they are not being disciplined. #Ridge: https://t.co/qxFTpgaVZJ
— Sophy Ridge on Sunday & The Take (@RidgeOnSunday) April 24, 2022
Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/j3dOdUlF3u