Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 11:35 Nýjar reglur setja skorður á fjölda erlendra leikmanna í Subway-deildunum frá og með næstu leiktíð. vísir/bára Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira