Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 23:31 Magdalena Andersson er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. „Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði. Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
„Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði.
Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira