Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Árni Sæberg, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. maí 2022 07:40 Úkraínuforseti sagði í dag að hundrað manna hópur væri á leið frá Azovstal-stálverinu í Maríupol á svæði undir stjórn Úkraínumanna. Ap Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira