Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 16:19 Úkraínumenn ákváðu að fórna Demydiv til að stöðva sókn Rússa í átt að Kænugarði. Skjáskot/AP Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira