Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 17:57 Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum ýmissa vímuefna og rændi eitt sinn apótek til að verða sér úti um Oxycontin. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna. Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna.
Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira