Vaktin: Sökktu Moskvu með hjálp Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. maí 2022 06:36 Moskva sökk þann 14. apríl. Úkraínuher hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja með því að nýta upplýsingar frá öryggisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar hafa meðal annars snúið að staðsetningu færanlegra höfuðstöðva Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira